Vonast til að nýta fyrrum fiskvinnsluhús í tengslum við uppbyggingu laxeldis

berufjordur fiskeldi fossardalur webForsvarsmenn Laxa fiskeldis hafa safnað um einum milljarði króna í hlutafé til uppbyggingar á Austfjörðum. Þeir hafa áform um að rækta allt að 25.000 tonn af laxi sem myndi gera fyrirtækið að stærstu eldisstöð landsins.

Frá þessu er greint á fiskveiðivefnum Undercurrent News. Þar segir að fyrirtækið hafi tryggt sér um 60 milljónir norskra króna, rétt ríflega einn milljarð króna, í fjármagn frá tveimur aðilum sem hafi reynslu af norsku laxeldi.

Áformað sé að byggja upp seiðastöð, kvíar á þremur stöðum og einfalda vinnslu. Haft er eftir forráðamönnum Laxa að gömul fiskvinnsluhús sem standi auð á svæðinu geti nýst vel fyrir starfsemina.

Byrjað verði á 6.000 tonna framleiðslu á ári sem geti vaxið í 25.000 tonn á ári á meðan aðrir framleiður framleiði 10-12 þúsund tonn.

Í fréttinni segir að Laxar hafi sótt um leyfi fyrir eldið í Berufirði og Fáskrúðsfirði og bíði eftir svari frá skipulagsyfirvöldum.

Haft er eftir forsvarsmönnum Laxa að þeir stefni á Kínamarkað og þar komi fríverslunarsamningur Íslands og Kína í góðar þarfir. Ekki stendur til að framleiða árið um kring heldur leggja áherslu á slátrun fyrir jól og páska til að fá sem best verð á mörkuðum.

Laxeldi í Berufirði. Mynd: Guðný Gréta Eyþórsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.