Sést varla á milli húsa og þakplötur farnar að fjúka

egs 14122014 0003 webAftakaveður er á Austfjörðum í dag og útlit fyrir að vindur muni enn aukast út við ströndina. Björgunarsveitir hafa verið á ferðinni í morgun en almennt virðist fólk halda sig heima.

Björgunarsveitin Eining á Breiðdalsvík var í hádeginu kölluð að bænum Krossi í Berufirði þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af hlöðu.

Þá var björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði einnig kölluð út til að festa plötur sem voru farnar að losna.

Á Egilsstöðum aðstoðaði björgunarsveitin Hérað við vaktaskipti á heilbrigðisstofnun og lögreglu í útköllum. Ekki er fært fyrir fólksbíla innanbæjar en þó nokkrir ökumenn hafa þurft hjálp eftir að hafa fest sig á götunum.

Á Héraði hefur vindinn örlítið lægt en hann aukist að sama skapi á fjörðunum. Á Reyðarfirði sér ekki lengur á milli húsa.

Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði aðstoðaði við matardreifingu til ellilífeyrisþega. Þar er blindbylur, sér vart milli húsa og ófært innanbæjar fyrir fólksbíla.

Í Hamarsfirði hafa mælst hviður upp á 70 m/s.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.