Vindmælirinn í Hamarsfirði gaf sig
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. des 2014 16:21 • Uppfært 14. des 2014 16:22
Vindmælirinn í Hamarsfirði gaf sig upp úr hádegi eftir að hafa mælt vindhviðu upp á 68 m/s. Bálhvasst er enn á svæðinu og ófært.
„Hann dó bara," var svar starfsmanns hjá upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar þegar Austurfrétt hafði samband til að forvitnast um afdrif mælisins.
Mælirinn sló út á milli klukkan 12 og 13 í dag og sýnd þá 40 m/s vindhraða að meðaltali úr norðvestri.