Enginn dýralæknir á mið-Austurlandi næstu þrjár vikur: Símaþjónusta dugir ekki fyrir veika skepnu
Dýraeigendur á mið Austurlandi eru afar óánægðir með þjónustu dýralækna á svæðinu en enginn dýralæknir er staðsettur á Fljótsdalshéraði næstu þrjár vikurnar. Gagnrýnt er að lögð sé áhersla á eftirlit en ekki lækningar.„Lífið væri einfalt ef það væri hægt að lækna allt í gegnum síma en símaþjónustan dugir ekki endilega þegar þú ert með veika skepnu," segir Halla Eiríksdóttir, stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Austurlands.
Dýraeigendur á svæðinu, sem nær frá Fljótsdalshéraði í norðri til Reyðarfjarðar í suðri, reiða sig nú á að ná í dýralækni á Vopnafirði sem er með vaktsíma utan dagvinnutíma. Tveir sjálfstætt starfandi dýralæknar sem alla jafna eru staðsettir á Egilsstöðum fóru í frí í byrjun vikunnar og verða fram yfir áramót.
„Út frá velferð dýra má spyrja sig hvaða þjónusta er í boði til að sinna venjulegum erindum á kvöldin og um helgar," segir Halla.
Matvælastofnun hefur gert þjónustusamninga við dýralækna um að sinna dreifðari svæðum en enginn dýralæknir hefur sótt um slíkan samning á svæðinu.
Samningurinn hefur verið laus frá 1. nóvember en talsmenn bænda hafa yfir lengra skeið bent á að ástandið sé ekki viðunandi en talað fyrir dafum eyrum. Þeir telja 50% stöðu ekki aðlaðandi. „Þetta lagast ekki fyrr en viðurkenning fæst á að fulla stöðu þurfi á svæðið," segir Halla.
Vandamálið snertir bæði bændur og gæludýraeigendur. Reglur um lyfjagjöf eru orðnar strangari þannig bændur mega síður geyma lyf heima hjá sér. Þá hafa gæludýraeigendur verið afar ósáttir við að geta ekki fengið bráðaþjónustu.
„Ef það kemur upp atvik á daginn þá er ekki annað að keyra," segir Halla sem segist þekkja dæmi um keyrt hafi verið með dýr til læknis á Akureyri í fyrrasumar.
Matvælastofnun hefur í vinnu um 30 starfsmenn sem eru dýralæknar að mennt en þeir eru flestir bundnir við eftirlitsstörf.
„Það skýtur skökku við á að sama tíma og talað er um dýravelferð er ekki unnið á sama hátt við að byggja upp grunnþjónustu við dýralækningar.
Þegar garnaveikin kom upp á Héraði um daginn var ekki mannafli til staðar til að bólusetja strax. Hvar var dýravelferð og umhyggja fyrir heilsu dýranna þá?"
Vandamálið snertir bæði bændur og gæludýraeigendur. Reglur um lyfjagjöf eru orðnar strangari þannig bændur mega síður geyma lyf heima hjá sér. Þá hafa gæludýraeigendur verið afar ósáttir við að geta ekki fengið bráðaþjónustu.
„Ef það kemur upp atvik á daginn þá er ekki annað að keyra," segir Halla sem segist þekkja dæmi um keyrt hafi verið með dýr til læknis á Akureyri í fyrrasumar.
Matvælastofnun hefur í vinnu um 30 starfsmenn sem eru dýralæknar að mennt en þeir eru flestir bundnir við eftirlitsstörf.
„Það skýtur skökku við á að sama tíma og talað er um dýravelferð er ekki unnið á sama hátt við að byggja upp grunnþjónustu við dýralækningar.
Þegar garnaveikin kom upp á Héraði um daginn var ekki mannafli til staðar til að bólusetja strax. Hvar var dýravelferð og umhyggja fyrir heilsu dýranna þá?"