Norðfjarðargöng: Besta vikan til þessa

nordfjardargong 18122014 1 webMet var slegið í greftri Norðfjarðarganga í síðustu viku þegar grafinn var alls 141 metri til samans á báðum stöfnum. Norðfjarðarmegin voru grafnir 74 metrar en 67 metrar Eskifjarðarmegin.

Jarðlög hafa verið þokkalega hagstæð gangagreftrinum undanfarið og engin erfið jarðlög tafið fyrir greftrinum að gagni. Basalt og kargakennt berg hefur verið allsráðandi á báðum stöfnum, í sumum tilvikum nokkuð sprungið, en þó ekki til neinna vandræða, sem endurspeglast nú í framvindunni.

Nú er síðasta vika gangagraftar fyrir jól. Verktakinn mun loka göngunum á laugardag og allir halda til síns heima. Jarðgangagerðin hefst svo á ný mánudaginn 5. janúar 2015.

Mynd 1: Heillegt basalt hefur einkennt stafn Eskifjarðarmegin. Hér sést hluti af stafni og vinstra vegg en rákirnar eru borholuför.

Mynd 2: Fannardalsmegin hefur skipst á basalt og kargi. Hér er basalt að koma niður úr þekju, neðan þess er um 1,5 m þykkt kargaberg undirlegið af heillegu basalti. Þrátt fyrir lagskiptan stafn hefur gröftur gengið mjög vel.

Myndir: Hnit/Þórey Ólöf Þorgilsdóttir

nordfjardargong 18122014 2 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.