Átta sóttu um stöðu skólastjóra Nesskóla

NesskoliÁtta sóttu um skólastjórastöðu Nesskóla en umsóknarfrestur rann út þann 5. desember síðastliðinn. Staðan er laus frá 15. janúar en nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf um mánaðarmótin mars/apríl.

Í auglýsingu segir að leitað sé að „kraftmiklum og lausnamiðuðum leiðtoga" sem sé „tilbúinn að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í Fjarðabyggð."

Rúmlega 220 nemendur eru í skólanum sem er einnig með útibú í Mjóafirði. Stefnt er að því að ganga frá ráðningu nýs skólastjóra fyrir jól.

Einar Már Sigurðarson, skólastjóri, Neskaupstað
Eysteinn Þór Kristinsson, aðstoðarskólastjóri, Neskaupstað
Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, leik- og grunnskólakennari, Reykjavík
Hlín Bolladóttir, kennari, Akureyri
Jón Einar Haraldsson, kennari, Akureyri
Lóa Björg Gestsdóttir, deildastjóri, Sandgerði
Sigrún Júlía Geirsdóttir, kennari, Neskaupstað
Valgeir Jens Guðmundsson, deildastjóri, Reykjavík

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.