Skip to main content

Átta sóttu um stöðu skólastjóra Nesskóla

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. des 2014 10:31Uppfært 19. des 2014 10:32

NesskoliÁtta sóttu um skólastjórastöðu Nesskóla en umsóknarfrestur rann út þann 5. desember síðastliðinn. Staðan er laus frá 15. janúar en nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf um mánaðarmótin mars/apríl.


Í auglýsingu segir að leitað sé að „kraftmiklum og lausnamiðuðum leiðtoga" sem sé „tilbúinn að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í Fjarðabyggð."

Rúmlega 220 nemendur eru í skólanum sem er einnig með útibú í Mjóafirði. Stefnt er að því að ganga frá ráðningu nýs skólastjóra fyrir jól.

Einar Már Sigurðarson, skólastjóri, Neskaupstað
Eysteinn Þór Kristinsson, aðstoðarskólastjóri, Neskaupstað
Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, leik- og grunnskólakennari, Reykjavík
Hlín Bolladóttir, kennari, Akureyri
Jón Einar Haraldsson, kennari, Akureyri
Lóa Björg Gestsdóttir, deildastjóri, Sandgerði
Sigrún Júlía Geirsdóttir, kennari, Neskaupstað
Valgeir Jens Guðmundsson, deildastjóri, Reykjavík