Skip to main content

Póstbíllinn þversum í Grænafelli

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. des 2014 20:10Uppfært 22. des 2014 20:11

posturinn graenafell aeoFlutningabíll frá Íslandspósti á leið með póst frá Egilsstöðum til Reykjavíkur lenti þversum neðst í Grænafelli á leiðinni á áttunda tímanum í kvöld.


Þær upplýsingar fengust hjá póstinum að atvikið hefði ekki verið alvarlegt, bíllinn hefði runnið til í hálku og setið fastur.

Hann verður dreginn upp á eftir og á að komast á leiðarenda í nótt þannig að ekki verður röskun á dreifingu póstsins.

Mynd: Adam Eiður Óttarsson