Snjómokstur um jól og áramót

fjardarheidi 30012013 0075 webEinungis á þeim vegum sem hafa 7 daga þjónustu verður þjónusta á jóla- og nýársdag, undanskildar eru þó langleiðir um strjálbýl svæði milli byggðarlaga.

Á Austurlandi á að vera sjö daga þjónusta um Fagradal, Fjarðarheiði, yfir Oddsskarð og Hólmaháls, í gegnum Jökuldal að norðanverðu, yfir Vopnafjarðarheiði og fjarðarleiðina milli Reyðarfjarðar og Hornafjarðar.

Stefnt er að því að þá verði þessar leiðir almennt færar upp úr kl. 10:00. Á aðfangadag og gamlársdag er gert ráð fyrir þjónustu til kl. 14:00 en ef þörf krefur til kl. 16:00.

Sérstaklega er þó tekið fram að þetta eigi þó ekki við um leiðina frá Egilsstöðum til Mývatns né frá Höfn til Víkur. Þar hættir þjónusta í síðasta lagi kl. 14:00.

Á annan í jólum verður þjónusta á öllum leiðum samkvæmt almennum snjómokstursreglum. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 1777 hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.