SMS í símann til að fylgjast með strætó á landsbyggðinni

straeto blargulurStrætó býður farþegum sínum á landsbyggðinni að fá SMS-skilaboð í símann sinn með upplýsingum ef breytingar verða á leið viðkomandi.

Þessi þjónusta kemur sér vel í færð eins og verið hefur undanfarna daga og vikur, þar sem veður hefur hamlað eðlilegum almenningssamgöngum víða á landinu og ferðum hefur seinkað eða fallið niður.

Hægt er að skrá sig í þjónustuna með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með númeri þeirra leiða á landsbyggðinni sem óskað er eftir að fá upplýsingar um og gsm-númerið sem senda á upplýsingarnar í.

Jafnframt eru farþegar hvattir til að fylgjast með nánari upplýsingum á heimasíðu Strætó www.straeto.is

Enginn akstur er á milli Akureyrar og Egilsstaða á aðfangadag né gamlársdag. Farið verður á annan í jólum, sunnudaginn 28. og mánudaginn 29. desember.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.