Aldrei fleiri hreindýr verið keyrð niður á einu ári

Hreindyr 3horn webNáttúrustofa Austurlands varar ökumenn á Austurlandi við hreindýrum á vegum á Austurlandi í skammdeginu. Yfir þrjátíu dýr hafa lent fyrir bíl það sem af er ári og hafa aldrei verið fleiri dýr verið keyrð niður á einu ári.

Frá Mýrum og að minnsta kosti að Djúpavogi eru margir smáhópar dreifðir og ganga þeir oft nærri þjóðveginum. Einnig eru hópar nærri þjóðvegi á Jökuldalsheiði og í Vopnafirði. Eins og fyrr þurfa vegfarendur að vera á verði frá Jökulsá á Breiðamerkursandi og norður í Þistilfjörð.

Í samantekt frá Náttúrustofu Austurland kemur fram að í gegnum tíðina hafi langflest dýr verið keyrð niður í nóvember en síðan janúar og desember.

„Það kemur ekki á óvart að flest óhöppin verði í frosnu skammdeginu þegar dýrin eru víða nærri vegum," segir í fréttu stofunnar.

Alls varð 31 dýr fyrir bílum í fyrra, þar af 12 í einu slysi á Langadal vestan Vopnafjarðarvegar og var það mesti fjöldi frá árinu 2007. Það ár urðu yfir 20 dýr fyrir bílum á Fljótsdalsheiði.

Í tölunum kemur fram að hættulegustu staðirnir séu Lónið, Jökuldalsheiði, Vopnafjörður, Fagridalur og Reyðarfjörður. Fast á hæla þeirra eru Mýrar, Nes og Hamarsfjörður. Eftir að framkvæmdum lauk á Fljótsdalsheiði hefur ekkert hreindýr orðið fyrir bíl þar.

Náttúrustofan hvetur því vegfarendur til að aka varlega í skammdeginu, einkum á hættulegustu stöðunum þar sem hreindýr geta fyrirvaralaust ætt inn á veginn í veg fyrir bíla.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.