Róleg nótt hjá sjúkraflutningum

nesk jan12 webSíðastliðinn sólarhringur hefur verið fremur rólegur hjá austfirskum sjúkraflutninga- og slökkviliðsmönnum.

Hjá slökkviliði Fjarðabyggðar, sem sér einnig um sjúkraflutninga í sveitarfélaginu, fengust þær upplýsingar eftir hádegið að komin tvö sjúkrabílaútköll á aðfanga- og jóladag.

Hjá liðinu er að meðaltali rúmlega einn sjúkraflutningur á dag yfir árið.

Sjúkralið eru sums staðar með viðbúnað yfir hátíðisdaga vegna aukins álags sem fylgir ofáti og þungum mat. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst mun álagið ekki hafa verið sérstaklega mikið eystra yfir jólin.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.