Róleg nótt hjá sjúkraflutningum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. des 2014 16:10 • Uppfært 25. des 2014 16:11
Síðastliðinn sólarhringur hefur verið fremur rólegur hjá austfirskum sjúkraflutninga- og slökkviliðsmönnum.
Hjá slökkviliði Fjarðabyggðar, sem sér einnig um sjúkraflutninga í sveitarfélaginu, fengust þær upplýsingar eftir hádegið að komin tvö sjúkrabílaútköll á aðfanga- og jóladag.
Hjá liðinu er að meðaltali rúmlega einn sjúkraflutningur á dag yfir árið.
Sjúkralið eru sums staðar með viðbúnað yfir hátíðisdaga vegna aukins álags sem fylgir ofáti og þungum mat. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst mun álagið ekki hafa verið sérstaklega mikið eystra yfir jólin.