Tómas Árnason látinn

tomas arnasonTómas Árnason, fyrrum þingmaður og ráðherra frá Seyðisfirði, lést á Landsspítalanum á aðfangadag, 91 árs að aldri.

Tómas fæddist á Hánefsstöðum í Seyðisfirði þann 21. júlí árið 1923 og nam við Alþýðuskólann á Eiðum. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, lögfræðipróf frá Háskóla Íslands og framhaldsnámi í alþjóðaverslunarrétti við Harvard í Bandaríkjunum.

Tómas var fyrst varaþingmaður Eyfirðinga en síðar Norður-Múlasýslu og Austurlands. Hann sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn sem þingmaður Austurlands 1974-1984.

Á því tímabili gegndi hann bæði starfi fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra en varð síðan bankastjóri við Seðlabanka Íslands 1985-1993.

Tómas var einnig afreksmaður í frjálsíþróttum og keppti fyrir UÍA á Landsmótum UMFÍ.

Eiginkona Tómasar var Þóra Kristín Eiríksdóttir. Hún lést árið 2007. Þau eignuðust fjóra syni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.