Skip to main content

Tómas Árnason látinn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. des 2014 14:17Uppfært 26. des 2014 14:17

tomas arnasonTómas Árnason, fyrrum þingmaður og ráðherra frá Seyðisfirði, lést á Landsspítalanum á aðfangadag, 91 árs að aldri.


Tómas fæddist á Hánefsstöðum í Seyðisfirði þann 21. júlí árið 1923 og nam við Alþýðuskólann á Eiðum. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, lögfræðipróf frá Háskóla Íslands og framhaldsnámi í alþjóðaverslunarrétti við Harvard í Bandaríkjunum.

Tómas var fyrst varaþingmaður Eyfirðinga en síðar Norður-Múlasýslu og Austurlands. Hann sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn sem þingmaður Austurlands 1974-1984.

Á því tímabili gegndi hann bæði starfi fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra en varð síðan bankastjóri við Seðlabanka Íslands 1985-1993.

Tómas var einnig afreksmaður í frjálsíþróttum og keppti fyrir UÍA á Landsmótum UMFÍ.

Eiginkona Tómasar var Þóra Kristín Eiríksdóttir. Hún lést árið 2007. Þau eignuðust fjóra syni.