Skip to main content

Róleg jól hjá lögreglunni

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. des 2014 13:21Uppfært 29. des 2014 13:21

logreglanJólahátíðin var róleg hjá austfirskum lögregluþjónum. Það var svarið hjá yfirlögregluþjónunum tveimur þegar haft var samband við þá í morgun.


Töluvert var af fólki á dansleik í Valaskjálf á Egilsstöðum á laugardagskvöld. Á sama tíma var einnig ball í Valhöll á Eskifirði en þar mun hafa verið fámennt.

Færð hefur almennt verið ágæt yfir hátíðarnar. Nokkuð snjóaði eystra um jólin. Í dag er á móti hláka og víða mjög hált á vegum.