Sumarhiti á Skjaldþingsstöðum

vopnafjordur 2008 sumarSumarhiti mældist víða á Austfjörðum í dag þrátt fyrir að á dagatalinu standi desember. Hæst fór hitinn í sextán stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði.

Það var á fimmta tímanum í dag sem þessi hiti mældist í Vopnafirði en yfir tíu stiga hiti hefur verið síðan í morgun. Þar hefur einnig verið mjög hvasst, um 20 m/s í allan dag.

Hlýtt hefur verið víðar á svæðinu. Á Seyðisfirði mældist ríflega 14 stiga hiti í dag og 12 stiga hiti á Vatnsskarði.

Búist er við að hiti verði yfir frostmarki fram á gamlársdag en eftir það kólni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.