Heimahjúkrun og rekstur Sundabúðar áfram á hendi Vopnfirðinga

Kristjan-Thor-og-Olafur-Aki sundabud14Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnarfjarðarhrepps, undirrituðu í dag endurnýjaðan samning sem felur í sér að Vopnafjarðarhreppur mun áfram sjá um rekstur hjúkrunarheimilisins Sundabúðar og heimahjúkrunar í sveitarfélaginu. Að auki var veitt heimild fyrir rekstri eins dagdvalarrýmis í húsnæði Sundabúðar.

Upphaflegur samningur um þetta efni var gerður fyrri hluta árs 2013. Áður hafði rekstur hjúkrunarheimilisins verið á hendi Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins segir að með samningnum sé áhersla lögð á eflda þjónustu í heimabyggð og aukin verkefni til sveitarfélaganna. Jafnframt sé sérstaklega horft til þeirra tækifæra sem í þessu felast til að samþætta þjónustu við aldraða íbúa sveitarfélagsins.

Samningurinn gildir til ársloka 2015.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.