Skip to main content

Þorvaldur Jóhannsson hlýtur fálkaorðuna

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. jan 2015 15:07Uppfært 01. jan 2015 15:07

thorvaldur johannssonÞorvaldur Jóhannsson, fyrrum bæjarstjóri og skólastjóri á Seyðisfirði, var á meðal ellefu einstaklinga sem fengu riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu í dag við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.


Í tilkynningu frá embætti forseta Íslands segir að Þorvaldur hljóti krossinn fyrir framlag til mennta og framfara í heimabyggð.

Þorvaldur er fæddur á Siglufirði árið 1940 og útskrifaðist sem handmennta- og íþróttakennari. Hann hóf störf sem slíkur á Seyðisfirði strax eftir útskrift árið 1960.

Árið 1975 varð hann skólastjóri og gegndi þeirri stöðu þar til hann varð bæjarstjóri árið 1984. Eftir það varð hann framkvæmdastjóri sambands sveitarfélaga á Austurlandi til ársins 2010.

Þorvaldur hefur einnig verið mikilvirkur í ýmiss konar félagasamtökum en hann var meðal annars formaður íþróttafélagsins Hugins um þriggja ára skeið.