Þorvaldur Jóhannsson hlýtur fálkaorðuna

thorvaldur johannssonÞorvaldur Jóhannsson, fyrrum bæjarstjóri og skólastjóri á Seyðisfirði, var á meðal ellefu einstaklinga sem fengu riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu í dag við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Í tilkynningu frá embætti forseta Íslands segir að Þorvaldur hljóti krossinn fyrir framlag til mennta og framfara í heimabyggð.

Þorvaldur er fæddur á Siglufirði árið 1940 og útskrifaðist sem handmennta- og íþróttakennari. Hann hóf störf sem slíkur á Seyðisfirði strax eftir útskrift árið 1960.

Árið 1975 varð hann skólastjóri og gegndi þeirri stöðu þar til hann varð bæjarstjóri árið 1984. Eftir það varð hann framkvæmdastjóri sambands sveitarfélaga á Austurlandi til ársins 2010.

Þorvaldur hefur einnig verið mikilvirkur í ýmiss konar félagasamtökum en hann var meðal annars formaður íþróttafélagsins Hugins um þriggja ára skeið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.