Mikil mengun á Jökuldal
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. jan 2015 21:18 • Uppfært 02. jan 2015 21:21
Hlutfall brennisteinstvíoxíðs í andrúmslofti mældist 3900 míkrógrömm í rúmmetra um klukkan hálf átta í kvöld.
Tölurnar eru frá handmæli á Eiríksstöðum á Jökuldal. Mælingar vantar frá öðrum handmælum en íbúar í Fljótsdal segja svo mikla mengun þar að hún sé sjáanleg í kvöldmyrkrinu.
Við slíkar kringumstæður er íbúum ráðlagt að dvelja innandyra og loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Einkenni frá öndunarfærum eru líkleg hjá öllum einstaklingum, einkum þeim sem hafa undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma.
Á nettengdum mæli á Egilsstöðum mældust yfir 800 míkrógrömm í rúmmetra á níunda tímanum í kvöld.