Skip to main content

Bíll valt í Vopnafirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. jan 2015 14:37Uppfært 05. jan 2015 14:38

logreglanBílvelta varð við Ljótsstaði í Vopnafirði á föstudag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp ómeiddur. Áramótin voru annars róleg hjá lögreglunni á Austurlandi.


Ökumaðurinn hringdi sjálfur eftir aðstoð og lét lögregluna síðan vita af því að hann myndi sjálfur sjá um að fjarlægja bílinn.

Í dagbók lögreglunnar voru skráð tvö minniháttar umferðarlagabrot á laugardag og aðfaranótt sunnudags var einn ökumaður tekinn ölvaður undir stýri.

Stærstu tíðindin eru þó þau að nýtt sameinað lögregluumdæmi á Austurlandi sem nær frá Vopnafirði suður til Djúpavogs tók til starfa um áramót.