Síminn setur upp 4G á Reyðarfirði

reydarfjordur 4gSíminn hefur komið upp 4G farsímasendi á Reyðarfirði. Þessi fjórða kynslóð farsímasenda eflir sambandið til muna, þar sem hraðinn um netið eykst. Auk þess leyfir tæknin áhorf í háskerpu og niðurhal kvikmynda á mettíma.

4G farsímanet Símans nær nú til ríflega 72% landsmanna. Það hefur stækkað ört á árinu eða fimmfaldast litið til fjölda senda. Þá eru sífellt fleiri tilbúnir fyrir 4G tæknina.

„Við sjáum að 4G snjalltækjum hefur fjölgað hratt og vel í höndum landsmanna. Í ársbyrjun 2013 voru aðeins 2% viðskiptavina með slík en eru nú tæplega fimmtungur. Þá styðja 85 af hverjum hundrað seldum símtækjum í verslunum 4G tæknina þessa stundina.

Síminn hefur byggt upp í takti við þessa þróun og er kominn með þessa fjórðu kynslóð farsímasenda í alla landshluta," segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.

Fyrsti 4G sendirinn á Austurlandi var í sumar settur upp á Egilsstöðum. Nú var einnig settur upp sendir á Höfn í Hornafirði.

„Við hjá Símanum erum hvergi hætt og munum enn bæta 4G sambandið á árinu. 4G kerfi Símans vex með hverjum deginum sem líður og við erum afar ánægð með að geta nú boðið þjónustuna á Reyðarfirði," segir Gunnhildur Arna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.