Ráðherra ferðast um landið til að kynna náttúrupassa
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. jan 2015 13:10 • Uppfært 06. jan 2015 13:16
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ferðast um landið á næstu dögum til að kynna frumvarp um náttúrupassa á opnum fundum. Slíkur fundur verður á Egilsstöðum næsta mánudag.
„Af hverju náttúrupassi?" er yfirskriftin á fundunum en á þeim mun Ragnheiður Elín fara yfir helstu atriðin varðandi náttúrupassann og svo taka við líflegar umræður og skoðanaskipti.
Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var á Selfossi fyrir jól en hún fer næst til Akureyrar, Blönduós, Borgarness og Egilstaða.
Fundurinn á Egilsstöðum verður mánudaginn 12. janúar klukkan 16:30 á Hótel Héraði. Fundarstjóri verður Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjarðabyggð.
Fundirnir eru öllum opnir.