Skip to main content

Ráðherra ferðast um landið til að kynna náttúrupassa

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. jan 2015 13:10Uppfært 06. jan 2015 13:16

ragnheidur elin arnadottir webRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ferðast um landið á næstu dögum til að kynna frumvarp um náttúrupassa á opnum fundum. Slíkur fundur verður á Egilsstöðum næsta mánudag.


„Af hverju náttúrupassi?" er yfirskriftin á fundunum en á þeim mun Ragnheiður Elín fara yfir helstu atriðin varðandi náttúrupassann og svo taka við líflegar umræður og skoðanaskipti.

Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var á Selfossi fyrir jól en hún fer næst til Akureyrar, Blönduós, Borgarness og Egilstaða.

Fundurinn á Egilsstöðum verður mánudaginn 12. janúar klukkan 16:30 á Hótel Héraði. Fundarstjóri verður Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjarðabyggð.

Fundirnir eru öllum opnir.