Ráðherra ferðast um landið til að kynna náttúrupassa

ragnheidur elin arnadottir webRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ferðast um landið á næstu dögum til að kynna frumvarp um náttúrupassa á opnum fundum. Slíkur fundur verður á Egilsstöðum næsta mánudag.

„Af hverju náttúrupassi?" er yfirskriftin á fundunum en á þeim mun Ragnheiður Elín fara yfir helstu atriðin varðandi náttúrupassann og svo taka við líflegar umræður og skoðanaskipti.

Fyrsti fundurinn í fundaröðinni var á Selfossi fyrir jól en hún fer næst til Akureyrar, Blönduós, Borgarness og Egilstaða.

Fundurinn á Egilsstöðum verður mánudaginn 12. janúar klukkan 16:30 á Hótel Héraði. Fundarstjóri verður Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjarðabyggð.

Fundirnir eru öllum opnir.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.