Vegfarendur hafi sérstaka varúð á vegna breiðra eftirvagna

fjardarheidi 30012013 0027 webSamgöngustofa vill hvetja vegfarendur með ferð með eftirvagna til sérstakrar varúðar þar sem vegir eru þrengri en ella vegna snjóruðninga. Þá sé mikilvægt að allur búnaður vagnanna sé í lagi.

Samgöngustofu barst í morgun erindi frá vegfaranda sem mætt hafði tveimur bifreiðum sem voru annarsvegar með breiða hestakerru og hinsvegar vélsleðakerru í eftirdragi.

Kerrurnar tóku það mikið vegpláss að mikil hætta skapaðist. Ljós og glitaugu skorti svo ekki sé talað um aðgæslu ökumanna því litlu mátti muna að hann rækist á kerrurnar þegar hann mætti þeim.

Í frétt frá Samgöngustofu segir að undir venjulegum kringumstæðum eigi ekki að standa hætta af breidd slíkra farartækja en þar sem breidd vega er nú víða mjög takmörkuð vegna snjóruðnings geti stærð slíkra tækja skapað mikla hættu þegar bílar mætast.

Ökumenn breiðra eftirvagna eru hvattir til að gæta fyllstu varúðar þegar bifreiðar mætast. Hægja för og gæta þess að allur ljósabúnaður og glitaugu, aftan, framan og á hliðum vagnsins séu hrein og standist öryggiskröfur og lög.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.