Niðurstaða sannleiksnefndarinnar vekur heimsathygli: Vafasöm samsetning nefndarinnar

sannleiksnefnd 23082014 0047 webNiðurstaða sannleiksnefndar Fljótsdalshéraðs um sannleiksgildi myndbands sem talið er sýna Lagarfljótsorminn hefur vakið heimsathygli. Ekki eru þó allir jafn sannfærðir um niðurstöðuna sem er vefengd í efa af þýska stórblaðinu Der Spiegel.

Fjallað hefur verið um niðurstöðu nefndarinnar í mörgum af helstu fjölmiðlum heimsins. Á meðal þeirra eru Huffington Post, bresku blöðin Daily Mail, Daily Telegraph, The Independent og Metro auk stórmiðla í Bandaríkjunum, Indlandi og Japan svo dæmi séu tekin.

Enn í dag birtast greinar erlendis um niðurstöðu nefndarinnar sem fjallar birta niðurstöðu nefndarinnar án frekari greiningar. Það gerir hins hið þýska Der Spiegel enda þekkt fyrir vandaða rannsóknablaðamennsku.

„Lífið hefur ekki alltaf verið auðvelt í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði sem fáir ferðamenn sækja," segir strax í upphafi umfjöllunarinnar.

Þar segir að helsta aðdráttarafl svæðisins sé „lítið skíðasvæði" og hið 35 km langa Lagarfljót sem í búi sæskrímsli.

Um það séu fáar frásagnir og „hin íslenska útgáfa af Nessie" hafi almennt reynst „feimin við myndavélar". Þess vegna hafi bæjarstjórnin heitið peningaverðlaunum fyrir mynd af orminum.

Í millifyrirsögn slær blaðið upp „vafasöm samsetning nefndarinnar" og veltir því hvort raunverulegur áhugi hafi verið á að sannreyna upptökuna eða niðurstaðan verið útsmogin auglýsingabrella ferðaþjónustuaðila.

Bent er á að aðeins einn líffræðingur hafi átt sæti í nefndinni en hins vegar hafi þar verið fjórir sveitarstjórnarmenn, prestur, landslagsarkitekt, sérfræðingur í þjóðsögum og áhugamaður um yfirskilvitleg málefni.

Í samtali við Der Spiegel hafnar Stefán Bogi Sveinsson, formaður nefndarinnar, að um teljandi hagsmunaárekstra hafi verið að ræða. „Nefndarmenn koma úr ýmsum áttum en hafa ekkert með ferðaþjónustu að gera."

Hann nefnir einnig að nefndarmenn hafi ekki verið sammála um hverjar gerðar skrímslið sé, annars vegar geti það verið líkamlegt en hins vegar huglægt.

Rétt er þó að hafa í huga, eins og bent er á í niðurlagi greinar þýska blaðsins, að margir hafa efast um að myndband Hjartar Kjerúlf sýni í raun orminn. Frekar hafi verið netadræsur eða klaki á ferð í fljótinu við Hrafnkelsstaði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.