Skip to main content

Einar Már ráðinn skólastjóri Nesskóla

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. jan 2015 16:55Uppfært 08. jan 2015 16:56

einar mar sigurdssonEinar Már Sigurðarson, skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar hefur verið ráðinn skólastjóri Nesskóla í Neskaupstað.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Einar Már var á árum áður skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands og forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands.

Þá var hann skólafulltrúi og félagsmálastjóri í Neskaupstað auk þess að vera skólastjóri í Valsársskóla á Svalbarðseyri.

Einar Már sat á þingi fyrir Samfylkinguna frá 1999-2009 og er í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrir hönd Fjarðalistans.

Níu sóttu um starfið en einn dró umsókn sína til baka. Í auglýsingu kom fram að staðan væri laus frá 15. janúar en nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf um mánaðarmótin mars/apríl.