Einar Már ráðinn skólastjóri Nesskóla

einar mar sigurdssonEinar Már Sigurðarson, skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar hefur verið ráðinn skólastjóri Nesskóla í Neskaupstað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Einar Már var á árum áður skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands og forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands.

Þá var hann skólafulltrúi og félagsmálastjóri í Neskaupstað auk þess að vera skólastjóri í Valsársskóla á Svalbarðseyri.

Einar Már sat á þingi fyrir Samfylkinguna frá 1999-2009 og er í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrir hönd Fjarðalistans.

Níu sóttu um starfið en einn dró umsókn sína til baka. Í auglýsingu kom fram að staðan væri laus frá 15. janúar en nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf um mánaðarmótin mars/apríl.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.