Aðalsteinn Jónsson landaði fyrstu loðnunni á Austfjörðum

adalsteinn jonsson skipAðalsteinn Jónsson, skip Eskju, kom með fyrstu loðnuna sem landað er á Austfjörðum. Skipið kom inn til Eskifjarðar um átta leytið í gærkvöldi með 1195 tonn.

„Þetta er ágætis loðna að sjá en við erum reyndar ekki byrjaðir að vinna hana," segir Haukur Jónsson, verksmiðjustjóri hjá Eskju.

Aðalsteinn stoppaði aðeins í 5-6 tíma til að landa en hélt síðan rakleitt á miðin aftur. Loðnuveiðiskipin eru að veiðum fyrir norðan land.

Loðnan verður brædd en ekki verður byrjað að vinna fyrr en á morgun. Austfirskur bræðslumenn sitja í dag starfsfræðslunámskeið á Reyðarfirði.

Þá er Jón Kjartansson væntanlegur til Eskifjarðar í kvöld með 900 tonn af kolmunna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.