Sjö austfirskir listamenn hljóta listamannalaun

Petur Armannsson cutSjö Austfirðingar eru í hópi þeirra 267 sem hljóta listamannalaun í ár. Sviðslistafólkið Pétur Ármannsson og Brogan Davison tilheyra hópi sem hlýtur tólf mánaða laun.

Brogan og Pétur, sem meðal annars hafa sett upp verkið Dansaðu fyrir mig og nú síðast verk um Steina-Petru, hljóta tvo styrki. Annars vegar mynda þau tvö DFM company sem hlýtur 4 mánaða styrk en líka OST hópinn ásamt fjórum öðrum og fær tólf mánaða styrk.

Þórunn Gréta Sigurðardóttir, sem nýverið hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónverk ársins, fær sex mánaða laun úr launasjóði tónskálda og gítarleikarinn Svanur Vilbergsson frá Stöðvarfirði fær þriggja mánaða styrk meðal tónlistarflytjenda.

Hertha Richardt Úlfarsdóttir fær þriggja mánaða ferðastyrk úr launasjóði rithöfunda og hönnuðurnir Guðmundur Ingi Úlfarsson og Sigrún Halla Unnarsdóttir fá annars vegar þriggja og hins vegar fjögurra mánaða laun.

Leiðrétt: Nafn Sigrúnar Höllu féll niður í fyrstu útgáfu fréttarinnar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.