Rafmagnslaust í Skriðdal í um tíu tíma

raflinur skriddalRafmagnslaust hefur verið á flestum bæjum í Skriðdal síðan á ellefta tímanum í morgun. Illa gengur að finna bilunina sem virðist vera í jörðu.

„Okkar menn eru orðnir heitir, það er búið að einangra bilunina við ákveðið svæði," segir Ólafur Birgisson, deildarstjóri netreksturs RARIK á Austurlandi í samtali við Austurfrétt á níunda tímanum í kvöld.

Rafmagnslaust hefur verið á flestum bæjum í sveitinni síðan kortér fyrir ellefu í morgun. Ólafur segir að bilunin sé trúlega í streng eða spenni ofan í jörðinni.

„Þegar menn sjá ekki bilunina getur verið erfitt að finna hana."

Hann kvaðst þó vonast til að bið Skriðdælinga eftir rafmagni á ný færi senn að styttast þar sem menn virðist vera á réttum slóðum í leitinni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.