Rafmagn aftur á í Skriðdal á þriðja tímanum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. jan 2015 10:56 • Uppfært 13. jan 2015 10:57
Rafmagn komst aftur á í Skriðdal rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Rúma tíu tíma tók að finna bilunina.
Rafmagn fór út á Völlum, í Fljótsdal og Skriðdal rétt fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Fljótlega tókst að koma aftur á rafmagni í Fljótsdal og á Völlum en Skriðdælingar þurftu að bíða.
Viðgerðarflokkar RARIK fundu loks bilunina í jörð rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Tengingu var komið á þar til varahlutir bárust og rafmagnið tekið aftur af meðan þeim var komið fyrir upp úr klukkan tvö.
Allt var komið í samt lag rétt fyrir klukkan þrjú í nótt, að því fram kemur á vef RARIK.