Rafmagn aftur á í Skriðdal á þriðja tímanum

raflinur skriddalRafmagn komst aftur á í Skriðdal rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Rúma tíu tíma tók að finna bilunina.

Rafmagn fór út á Völlum, í Fljótsdal og Skriðdal rétt fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Fljótlega tókst að koma aftur á rafmagni í Fljótsdal og á Völlum en Skriðdælingar þurftu að bíða.

Viðgerðarflokkar RARIK fundu loks bilunina í jörð rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Tengingu var komið á þar til varahlutir bárust og rafmagnið tekið aftur af meðan þeim var komið fyrir upp úr klukkan tvö.

Allt var komið í samt lag rétt fyrir klukkan þrjú í nótt, að því fram kemur á vef RARIK.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.