Skip to main content

Töluvert af slysum í fljúgandi hálku

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. jan 2015 16:13Uppfært 26. jan 2015 16:14

egs 26012015 halka webNokkuð hefur verið um hálkuslys á Austfjörðum um helgina. Læknir minnir fólk á að fara varlega og búa sig vel.


Sex leituðu aðstoðar lækna um helgina eftir að hafa dottið í hálku um helgina, þorri þeirra á Héraði.

Í síðustu viku hlýnaði og frystu á víxl og því hefur hlaðist upp mikil hálka á Austfjörðum.

„Það eru engin ný sannindi í þessu. Við minnum fólk á að nota mannbrodda og fara gætilega," segir Kjartan Bragi Valgeirsson, vakthafandi læknir, aðspurður um ráðleggingar.