Töluvert af slysum í fljúgandi hálku
Nokkuð hefur verið um hálkuslys á Austfjörðum um helgina. Læknir minnir fólk á að fara varlega og búa sig vel.Sex leituðu aðstoðar lækna um helgina eftir að hafa dottið í hálku um helgina, þorri þeirra á Héraði.
Í síðustu viku hlýnaði og frystu á víxl og því hefur hlaðist upp mikil hálka á Austfjörðum.
„Það eru engin ný sannindi í þessu. Við minnum fólk á að nota mannbrodda og fara gætilega," segir Kjartan Bragi Valgeirsson, vakthafandi læknir, aðspurður um ráðleggingar.