Aðeins rúmlega 200 fjár-, kúa eða nautgripabú eftir á Austurlandi

Ekkert lát virðist á fækkun fjölda sauðfjár-, kúa- og nautgripabúa hérlendis en sú þróun hefur átt sér stað linnulítið frá síðustu aldamótum. Einungis 229 slík bú voru skráð á Austurlandi öllu í lok árs 2020.

Þetta er meðal þess sem lesa má út úr samantekt Hagstofu Íslands um rekstur og efnahag í fimm greinum landbúnaðar frá árinu 2008 til 2020 sem stofnunin birti í vikunni. Í lok 2020 var heildarfjöldi sauðfjár, kúa- og nautagripabúa í landinu öllu einungis 2.421 talsins og hafði fækkað um tæplega 400 frá árinu 2008.

Stór ástæða fækkunar búa eru lágar tekjur bænda sem landbúnað stunda en meðaltekjur í sauðfjárrækt eru með því allra lægsta. Það kemur líka fram í yfirliti Hagstofunnar en samkvæmt þeirra útreikningum hafa tekjur í landbúnaði nánast staðið í stað frá árinu 2016. Aðeins einu sinni frá 2008 jukust tekjur bænda, milli áranna 2019 og 2020, og einungis um eitt prósent.

Flest sauðfjár- kúa- og nautagripabú finnast á Suðurlandinu eða 568 talsins. 436 finnast á Norðurlandi vestra, 408 á Norðurlandi eystra og 330 alls á Vesturlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.