Skip to main content

Allt að 20 stiga frost framundan

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. jan 2023 09:28Uppfært 12. jan 2023 09:37

Töluvert mun frysta austanlands næstu dægrin og gæti hitastigið í innsveitum fallið alveg niður í mínus 20 stig á sunnudaginn kemur.

Eftir mikla kuldatíð víðs vegar á landinu í desembermánuði hefur orðið hlé þar á í byrjun þessa árs og hitastig vart farið undir frostmark um hríð á láglendinu. Þetta breytist aftur nú í aðdraganda helgarinnar samkvæmt veðurspám og gerir Veðurstofan ráð fyrir töluverðu frosti langt út næstu viku.

Þá mun eitthvað snjóa þessu samhliða og það sérstaklega á mánudaginn kemur um mestallan fjórðunginn en vindar halda sig að mestu til hlés.