Almannavarnir gefa út lista yfir húsin sem eru rýmd
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. mar 2023 11:36 • Uppfært 27. mar 2023 11:37
Ákveðið hefur verið að rýma á annað hundrað húsa í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu og um eða yfir þrjátíu á Seyðisfirði.
Þetta má lesa út úr yfirliti sem almannavarnir sendu frá sér um klukkan hálf tólf.
Rýmt er á hættusvæði í kringum þar sem snjóflóð féllu í morgun, úr Nes- og Bakkagiljum. Eins er rýmd í varúðarskyni byggð næst varnargörðum.
Þar er rýmt vegna þess að snjór er léttur, ef annað flóð fellur á garðinn er möguleiki á að eitthvað gæti lekið yfir garðinn sökum léttleika snævar. Það er ekki talin hætta á að flóð valdi skemmdum neðan garða, þetta er varúðar ráðstöfun.
Unnið er að rýmingunni. Staðfest er að ekki varð manntjón í flóðinu sem féll í Neskaupstað í morgun. Austurfrétt hefur spurnir af fólki sem býr við rýmingarsvæðin sem einnig hefur yfirgefið heimili sín.
Á Seyðisfirði eru rýmd hús undir Bjólfi og Strandartindi. Fjöldahjálparmiðstöð er þar í Herðubreið en Egilsbúð í Neskaupstað.
Eftirtalin hús verða rýmd í Neskaupstað:
Strandgata 20,43,44,45,62 og 79
Urðarteigur 2,4,6,8,10,12,12a,14,16,18,20,22,26,28,37a
Naustahvammur 20,45 og 48
Vindheimanaust 5, 7 og 8
Borgarnaust 6-8
Hafnarnaust 5
Naustahvammur 52, 54, 57, 67, 69 og 76
Hlíðargata 16a,18,22,24,26,28,32,34
Blómsturvellir 11,13,15,17,21,25,27,33,35,37,39,43,45,47,49
Víðimýri 1,3,5,7,9,11,13,16,17,18
Gauksmýri 1-4,5,6
Hrafnsmýri 1,2, 3-6
Starmýri 1, 17-19 og 21-23
Breiðablik 11
Gilsbakki 1,3,5,7,9,11,13,14
Mýrargata 9,11,13,15,17-21,23,25,26,28a,28b, 29,31,33,35,37,41
Nesbakki 2,4,5,6,8,10,12-17, 19-21
Lyngbakki 1,3,og 5
Marbakki 5, 7-14
Sæbakki 11,13,15,18,22,24,26,28,32
Eftirtalin hús eru rýmd á Seyðisfirði:
Gilsbakki 1 Hamrabakki 8–12
Fjarðargata 1 Fjörður 1, 4 og 6 Ránargata 2
Ránargata 2a, 2c, 4, 8, 9 (farfuglaheimili), 11, 13 og 15
Ránargata 17 og 23 Vestdalseyrarvegur 2
Strandarvegur 27, 29–33, 35
Strandarvegur 15–19, 21 og 23
Hafnargata 52a Strandarvegur 1–11
Hafnargata 35–37, 41, 42, 42b, 44, 44b, 46 og 47