Skip to main content

Almannavarnir gefa út lista yfir húsin sem eru rýmd

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. mar 2023 11:36Uppfært 27. mar 2023 11:37

Ákveðið hefur verið að rýma á annað hundrað húsa í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu og um eða yfir þrjátíu á Seyðisfirði.


Þetta má lesa út úr yfirliti sem almannavarnir sendu frá sér um klukkan hálf tólf.

Rýmt er á hættusvæði í kringum þar sem snjóflóð féllu í morgun, úr Nes- og Bakkagiljum. Eins er rýmd í varúðarskyni byggð næst varnargörðum.

Þar er rýmt vegna þess að snjór er léttur, ef annað flóð fellur á garðinn er möguleiki á að eitthvað gæti lekið yfir garðinn sökum léttleika snævar. Það er ekki talin hætta á að flóð valdi skemmdum neðan garða, þetta er varúðar ráðstöfun.

Unnið er að rýmingunni. Staðfest er að ekki varð manntjón í flóðinu sem féll í Neskaupstað í morgun. Austurfrétt hefur spurnir af fólki sem býr við rýmingarsvæðin sem einnig hefur yfirgefið heimili sín.

Á Seyðisfirði eru rýmd hús undir Bjólfi og Strandartindi. Fjöldahjálparmiðstöð er þar í Herðubreið en Egilsbúð í Neskaupstað.

Eftirtalin hús verða rýmd í Neskaupstað:

Strandgata 20,43,44,45,62 og 79
Urðarteigur 2,4,6,8,10,12,12a,14,16,18,20,22,26,28,37a
Naustahvammur 20,45 og 48
Vindheimanaust 5, 7 og 8
Borgarnaust 6-8
Hafnarnaust 5
Naustahvammur 52, 54, 57, 67, 69 og 76
Hlíðargata 16a,18,22,24,26,28,32,34
Blómsturvellir 11,13,15,17,21,25,27,33,35,37,39,43,45,47,49
Víðimýri 1,3,5,7,9,11,13,16,17,18
Gauksmýri 1-4,5,6
Hrafnsmýri 1,2, 3-6
Starmýri 1, 17-19 og 21-23
Breiðablik 11
Gilsbakki 1,3,5,7,9,11,13,14
Mýrargata 9,11,13,15,17-21,23,25,26,28a,28b, 29,31,33,35,37,41
Nesbakki 2,4,5,6,8,10,12-17, 19-21
Lyngbakki 1,3,og 5
Marbakki 5, 7-14
Sæbakki 11,13,15,18,22,24,26,28,32

Eftirtalin hús eru rýmd á Seyðisfirði:

Gilsbakki 1 Hamrabakki 8–12
Fjarðargata 1 Fjörður 1, 4 og 6 Ránargata 2
Ránargata 2a, 2c, 4, 8, 9 (farfuglaheimili), 11, 13 og 15
Ránargata 17 og 23 Vestdalseyrarvegur 2
Strandarvegur 27, 29–33, 35
Strandarvegur 15–19, 21 og 23
Hafnargata 52a Strandarvegur 1–11
Hafnargata 35–37, 41, 42, 42b, 44, 44b, 46 og 47