Skip to main content

Árið byrjar á kolmunnaveiðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. jan 2023 14:57Uppfært 03. jan 2023 14:58

Skip á vegum Síldarvinnslunnar og Brims hafa tekið stefnuna að Færeyjum þar sem áformað er að veiða kolmunna. Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar, hefur fengið andlitslyftingu yfir jólin.


Beitir og Börkur létu úr höfn frá Neskaupstað í nótt og eru stödd miðja vegu milli Íslands og Færeyja. Barði fer af stað síðar í dag. Venus fór frá Vopnafirði og er á siglingu austur með landinu. Ferðinni er heitið austur fyrir Færeyjar en þangað er um sólarhrings sigling frá Austfjörðum.

Skip Eskju eru enn á Eskifirði en Hoffellið fór fyrir jól í slipp til Akureyrar. Auk almenns viðhalds á skipinu, sem keypt var frá Danmörku í sumar, er verið að setja í það toghlera fyrir flottroll, svokallaða MLD hlera, en þeim er tölvustýrt úr brúnni.