Skip to main content

Bílar í vandræðum á Fjarðarheiði á morgun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. mar 2023 10:35Uppfært 29. mar 2023 10:37

Fólki í fjórum bílum á leið upp Fjarðarheiði var komið til bjargar í morgun. Óvíst er hvort heiðin verði opnuð í dag.


Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þrír bílar á leið upp Egilsstaðamegin og sá fjórði við útsýnispallinn í Norðurbrún. Farið var með fólkið í Egilsstaði.

Tilkynningar bárust rétt fyrir klukkan átta í morgun og var veginum lokað strax í kjölfarið. Aðstæður á heiðinni voru erfiðar. Björgunarsveitir hafa farið yfir heiðina til að tryggja að þar séu ekki fleiri á ferðinni.

Einhverjir þeirra sem lögðu af stað eiga bókað far með Norrænu sem á að fara frá Seyðisfirði í hádeginu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni liggur ekki fyrir hvort hægt verði að opna veginn í dag þótt staðan verði skoðuð.

Mynd úr safni.