Orkumálinn 2024

Bílar í vandræðum á Fjarðarheiði á morgun

Fólki í fjórum bílum á leið upp Fjarðarheiði var komið til bjargar í morgun. Óvíst er hvort heiðin verði opnuð í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þrír bílar á leið upp Egilsstaðamegin og sá fjórði við útsýnispallinn í Norðurbrún. Farið var með fólkið í Egilsstaði.

Tilkynningar bárust rétt fyrir klukkan átta í morgun og var veginum lokað strax í kjölfarið. Aðstæður á heiðinni voru erfiðar. Björgunarsveitir hafa farið yfir heiðina til að tryggja að þar séu ekki fleiri á ferðinni.

Einhverjir þeirra sem lögðu af stað eiga bókað far með Norrænu sem á að fara frá Seyðisfirði í hádeginu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni liggur ekki fyrir hvort hægt verði að opna veginn í dag þótt staðan verði skoðuð.

Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.