Skip to main content

Boðað til opins fundar um orkumál

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. mar 2023 05:44Uppfært 20. mar 2023 07:52

Náttúruverndarsamtök Austurlands standa í kvöld fyrir opnum fundi um orkumál, eki síst vindorku, og náttúruvernd. Orkumálastjóri verður meðal frummælenda á fundinum.


Erindi Höllu Hrundar Logadóttur, orkumálastjóra, fjallar um orkumál hérlendis í víðu samhengi. Aðrir frummælendur beina orðum sínum sérstaklega að vindorkuverum.

Sveinulf A. Vagene frá Motvind Norge, norskum samtökum sem barist hafa þar gegn vindorkuverum, ræðir um samfélagsleg áhrif virkjanaframkvæmda, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmastjóri Samtaka aðila í ferðaþjónustu fer yfir samspil vindorkuvera og ferðaþjónustu og loks ræðir Guðrún Óskarsdóttir, doktorsnemi í líffræði og stjórnarmaður í samtökunum lífríki og loftslag.

Fundurinn verður haldinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og hefst klukkan 20:00. Hann verður sendur út í beinu streymi á www.nattaust.is.

Mynd: Landsvirkjun