Skip to main content

Bókasafnið í Neskaupstað opnar á ný eftir sjö mánaða lokun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. des 2022 10:34Uppfært 15. des 2022 10:53

Lestrarhestar í Neskaupstað geta tekið gleði sína að nýju en tilkynnt var í vikunni að bókasafn bæjarins væri loks að opna á nýjan leik á mánudaginn kemur.

Miklar endurbætur hafa farið fram á húsnæði safnsins allar götur frá byrjun júní eða um tæplega sjö mánaða skeið og það lokað á meðan. Tafir urðu á framkvæmdum sem ollu því að lokunin varði lengur en ráð var fyrir gert en starfsfólk hefur unnið hörðum höndum síðustu vikurnar að flytja bækurnar inn á nýjan leik og koma öllu fyrir eins og best verður á kosið.

Opnunartíminn í næstu viku verður með eðlilegu móti en tímabundin opnun tvo daga milli jóla og nýárs. Safnið opnar svo að fullu með venjulegan opnunartíma þann 4. janúar.

Miklar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar á bókasafninu en fjöldi fólks bíður óþreyjufullt eftir að geta nýtt sér vinsælt safnið á nýjan leik. Mynd Bókasafn Neskaupstaðar.