Skip to main content

Bryndís skipuð í Austfjarðaprestakall

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. jún 2022 10:38Uppfært 14. jún 2022 13:29

Bryndís Böðvarsdóttir hefur verið skipaður nýr prestur í Austfjarðaprestakalli en staðan var auglýst í vor.


Bryndís er fædd árið 1972 á Akureyri og alin þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum þar. Síðar starfaði hún við verslunarstörf, barnagæslu og skrifstofustörf, lengst innan Símans.

Hún fór í nám meðfram vinnu, fyrst sem djákni en skipti yfir í guðfræðinám og lauk BA-prófi árið 2011 og síðan mag. theol.-prófi árið 2019. Starfsþjálfunarnámi lauk hún ári síðar.

Síðan hefur hún starfað sem kirkjuvörður og meðhjálpari við Lágafellssókn í Mosfellsbæ.

Bryndís á þrjú börn, þar af tvö uppkomin. Við auglýsingu starfsins var tekið fram að nýr prestur ætti að geta hafið störf eigi síðar en þremur mánuðum eftir ráðningu, sem var í lok maí.

Mynd: Þjóðkirkjan/Alexander Ingvarsson