Skip to main content

Condor stækkar vélarnar sem fljúga til Egilsstaða

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. des 2022 10:39Uppfært 20. des 2022 11:16

Þýska flugfélagið Condor, sem næsta sumar hyggst fljúga milli Egilsstaða og Frankfurt, hefur ákveðið að stækka vélarnar sem notaðar verða í flugið.


Upphaflega stóð til að flogið yrði með 180 sæta Airbus A320 vélum en í tilkynningu frá flugfélaginu frá í vikunni kemur fram að ákveðið hafi verið að nota 220 sæta Airbus A321 vélar.

Fljúga á vikulega á þriðjudagskvöldum frá miðjum maí fram í október.

Flugfélagið hyggst einnig fljúga vikulega til Akureyrar. Áfram er miðað við að nota minni vélarnar, A320, í það flug.