Skip to main content

Dregið úr umfangi leitar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. mar 2023 18:57Uppfært 12. mar 2023 19:00

Dregið verður úr umfangi leitarinnar að Gunnari Svan Björgvinssyni, sem síðast sást nærri heimili sínu á Eskifirði fyrir nærri tveimur vikum, næstu daga.


Ekki var leitað með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag, eins og til stóð, þar sem hún var ekki í notkun vegna bilunar. Síðustu daga hefur verið leitað í nágrenni Eskifjarðar.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu verður dregið úr umfangi leitarinnar næstu daga. Til stendur að ganga fjörur næstu daga og vikur auk þess sem vísbendingum verður fylgt.

Gunnar Svan er liðlega fertugur að aldri, grannvaxinn með áberandi sítt og brúnt hár. Allir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnars eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregluna á Austurlandi annaðhvort í síma 444 0600 eða með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.