Skip to main content

Eiðamastrið fellt í dag en svæðið lokað af til öryggis

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. mar 2023 10:27Uppfært 01. mar 2023 10:39

Langbylgjumastrið á Eiðum, sem löngum hefur farið fyrir brjóst margra í grenndinni vegna ljósmengunar, verður fellt í dag enda lokið hlutverki sínu nú þegar Ríkisútvarpið hefur hætt útsendingum á langbylgju.

Síðustu langbylgjusendingar frá mastrinu þekkta voru á mánudaginn var en eftirleiðis hyggst Ríkisútvarpið brúka FM-senda enda það kerfi töluvert ódýrara í rekstri og talið fullnægja kröfum sem gerðar eru vegna öryggisútsendinga útvarps.

Allnokkur viðbúnaður er vegna þessa enda 220 metra mastrið lengi verið með hæstu mannvirkjum á Íslandi og seint hægt að útiloka undantekningarlaust að eitthvað geti komið upp á þegar það verður fellt. Þess vegna er fólk hvatt til að halda sig fjarri en lögregla mun aðstoða starfsfólk RÚV við að halda áhugasömum fjarri fallsvæðinu.

Langri sögu langbylgjusendinga á Austurlandi lauk í vikunni og í dag fellur mastrið sjálft. Mynd GG