Ein umsókn um Austfjarðaprestakall

Ein umsókn barst um lausa stöðu prests í Austfjarðaprestakalli en umsóknarfrestur rann út í lok síðustu viku.

Hún er frá sr. Arnaldi Arnold Bárðarsyni, presti í Árborgarprestakalli. Hann er fæddur á Akureyri árið 1966 og vígðist sem prests um þrítugt, fyrst á Raufarhöfn en síðan í Glerárkirkju. Hann var sóknarprestur í norsku kirkjunni um árabil en hefur frá árinu 2019 þjónað á Eyrarbakka.

Hann var um tíma formaður prestafélags Íslands en sagði af sér í haust eftir gagnrýni á ummæli sem hann lét falla í útvarpsþætti um málefni prests sem sakaður var um kynferðisbrot.

Austfjarðaprestakall varð til við sameiningu fimm prestakalla árið 2019, Norðfjarðarprestakalls, Eskifjarðarprestakalls, Djúpavogsprestakalls, Heydalaprestakalls og Fáskrúðsfjarðarprestakalls. Innan þess eru 11 sóknarkirkjur.

Umsóknin gengur nú til valnefndar sem hefur þrjár vikur til að boða umsækjenda í viðtal. Í kjölfar álits hennar ræður biskup í starfið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.