Skip to main content

Eitt útkall í storminum í gær

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. jan 2023 10:17Uppfært 23. jan 2023 10:41

Eitt útkall er skráð hjá austfirskum björgunarsveitum eftir mikið hvassviðri sem gekk yfir Austurland í gærkvöldi.


Hvasst var á öllu landinu, hvað verst á suðvesturhorninu þar sem gekk fyrst í veðrið. Eystra fór að hvessa eftir hádegið.

Mesti vindur eystra mældist á Gagnheiði seint í gærkvöldi, 50 m/s í hviðum. Um kvöldmatarleytið voru hviður upp á 40 m/s við Mjóafjarðarvegamótin á Fagradal.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu var Brimrún á Eskifirði kölluð út um klukkan níu í gærkvöldi þar sem þak var að fjúka af húsi í bænum. Hluti þaksins mun hafa losnað af en björgunarsveitin tryggði það sem eftir stóð og þær plötur sem höfðu losnað af.