Ekki reynt að opna fjallvegi aftur í dag

Ekki verður reynt að opna vegina yfir Fagradal eða Fjarðarheiði í dag. Gular viðvaranir eru í gildi til kvölds. Lögreglan segir ekkert ferðaveður á Austurlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Vegunum var lokað upp úr hádegi í dag vegna ófærðar. Einnig er lokað til Borgarfjarðar og norður yfir Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði.

Á Héraði er líka þæfingur og þungfært um allar sveitir. Þungfært er milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar en verið að moka.

Gular viðvaranir eru í gild til kvölds. Á þeim tíma er búist við éljagangi eða snjókomu og skafrenningi. Í tilkynningu lögreglu segir að ekkert ferðaveður sé í fjórðungnum. Jólaguðsþjónustum var víða aflýst í dag af þessum sökum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.