Skip to main content

Ekki reynt að opna fjallvegi aftur í dag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. des 2022 17:08Uppfært 25. des 2022 17:09

Ekki verður reynt að opna vegina yfir Fagradal eða Fjarðarheiði í dag. Gular viðvaranir eru í gildi til kvölds. Lögreglan segir ekkert ferðaveður á Austurlandi.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Vegunum var lokað upp úr hádegi í dag vegna ófærðar. Einnig er lokað til Borgarfjarðar og norður yfir Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði.

Á Héraði er líka þæfingur og þungfært um allar sveitir. Þungfært er milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar en verið að moka.

Gular viðvaranir eru í gild til kvölds. Á þeim tíma er búist við éljagangi eða snjókomu og skafrenningi. Í tilkynningu lögreglu segir að ekkert ferðaveður sé í fjórðungnum. Jólaguðsþjónustum var víða aflýst í dag af þessum sökum.