Orkumálinn 2024

Ekki teljandi meiðsli á fólki í snjóflóðunum

Ekki virðist sem teljandi slys hafi orðið á fólki þegar snjóflóð féll á íbúðarhús í Neskaupstað í morgun. Búið er að koma íbúum úr þeim húsum sem flóðið féll á.

Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Talið er að allir íbúar úr húsunum séu komnir út. Einhverjir hlutu sár, helst eftir rúðubrot í húsnæði þeirra í morgun. Meiðslin eru óveruleg.

Snjóflóð féll í morgun á fjölbýlishús við Starmýri í Neskaupstað. Umfang flóðsins er enn óvisst, meðal annars á hve mörgum öðrum húsum í nágrenninu það lenti á. Bílar lentu á blokkinni og skemmdir eru á neðstu hæðum hennar. Svo virðist sem þungi flóðsins hafi lent á blokkinni en það farið meðfram fjórum öðrum húsum.

Búið er að grípa til rýminga á reitum 16 og 17 í Neskaupstað sem yfir hluta Mýra og Bakka ofan Mýrargötu. Björgunarsveitarfólk gengur í þau hús sem þarf að rýma. Búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð í félagsheimilinu Egilsbúið þar sem tekið er á móti fólki.

Allir viðbragðsaðilar á Austurlandi hafa verið ræstir út. Unnið er að því að koma þeim til Norðfjarðar með aðstoð Vegagerðarinnar.

Fyrr í morgun féll snjóflóð innan við byggðina í Neskaupstað. Engin hús voru á því svæði.

Aðrir íbúar Austurlands eru hvattir til að halda sig heima. Hús hafa einnig verið rýmd á Seyðisfirði. Skólahaldi í nær öllum fjórðungnum hefur verið aflýst.

Myndir: Hlynur Sveinsson

snjoflod nesk 20230327 1 hlynur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.