
Enn ein viðvörunin á morgun
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðrið fyrir Austurland að Glettingi á morgun.Viðvörunin gildir frá klukkan ellefu í fyrramálið fram til klukkan 19 um kvöldið. Þá þessum tíma er búist við suðvestan og vestan 18-23 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll.
Í athugasemd segir að ferðaveður verði varasamt. Í spákortum er hins vegar ýmis lítil eða engin úrkoma þannig ófærð á vegum virðist ólíkleg. Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi á morgun.
Hvasst en hlýtt veður gengur nú yfir landið. Sunnan- og vestanlands hefur verið mikil hláka í dag en einnig ágætlega hlýtt eystra, mest 11 gráður á Seyðisfirði klukkan 14. Þessu hefur fylgt strekkingsvindur. Ekkert var flogið í dag.
Á morgun er reiknað með að hiti eystra verði um frostmark.