Skip to main content

Enn einn stormurinn austanlands í fyrramálið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. feb 2023 10:47Uppfært 06. feb 2023 10:47

Appelsínugular viðvaranir taka gildi fyrir allt Austurland frá því snemma í fyrramálið og út daginn. Sérstaklega varað við að á þeim tíma geti staðbundnar hviður náð allt að 40 metrum á sekúndu.

Hvassviðri og stormar koma ótt og títt þessa dagana. Gul viðvörun vegna hvassviðris á sunnudaginn var nýfallin úr gildi þegar ný viðvörun barst frá Veðurstofu Íslands klukkan 10 í morgun.

Samkvæmt henni fer að hvessa duglega að sunnan og suðaustan strax um 9 í fyrramálið og hvassviðrinu fylgir töluverð snjókoma. Gera veðurfræðingar ráð fyrir vindhraða frá 23 til 28 metrum á sekúndu og á tilteknum staðbundnum stöðum allt upp í 40 metra.

Brýnt er fyrir fólki að tryggja muni utanhúss og alls ekkert ferðaveður er á meðan veðrið gengur yfir.