Skip to main content

Færð tekin að spillast á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. mar 2023 12:07Uppfært 07. mar 2023 12:11

Færð á stöku leiðum á Austurlandi er farin að spillast eftir nokkra snjókomu síðastliðna sólarhringa en bæta á verulega í ofankomuna síðdegis samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víða á vegum samkvæmt vef Vegagerðarinnar auk þess sem afar blint er orðið á Fjarðarheiði og í Fagradal. Mælist Vegagerðin til að vegfarendur fari að öllu með gát og varar auk þess við töluverðum fjölda hreindýra nálægt vegum.

Eins og sjá má á korti Veðurstofunnar hér að ofan mun bæta mikið í snjókomuna síðdegis, vel fram á kvöld og jafnvel nótt en einhverri ofankomu er spáð áfram daglega alveg fram að helgi.