Ferðalangar beðnir um að huga að færð og veðri
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. mar 2023 09:03 • Uppfært 21. mar 2023 09:59
Veginum yfir Fjarðarheiði var lokað í morgun. Ferðalangar eru beðnir að huga að færð og veðri. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði.
Þetta kemur fram í yfirliti Vegagerðarinnar frá í morgun. Veginum yfir Fjarðarheiði var lokað fyrir um klukkustund en í yfirlitinu var varað við að veður gæti spillt færð bæði þar og á Vatnsskarði.
Gul viðvörun var gefin út fyrir Austfirði nú á tíunda tímanum. Hún tók strax gildi og stendur í sólarhring. Búist er við norðaustan 15-20 m/s og víða snjókomu sem leiðir til versnandi skyggnis og erfiðra akstursskilyrða, einkum á fjallvegum.
Gular viðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris fyrir Suðurland, einum frá Öræfum til Eyjafjalla. Þrátt fyrir vorjafndægur í gær er engan vegin vorlegt um að litast eystra, snjór, kalt og hvasst.
Áfram er austan eða norðaustan vindum næstu daga og viðbúið að hvessi heldur eystra í kvöld. Spáð er 13-18 m/s í kvöld og nótt og 13-20 m/s á fjörðum í fyrramálið. Áfram verður stinningskaldi út vikuna. Frostið verður 0-8 stig, minnst út við ströndina.