Fimm flug austur á morgun
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. des 2022 18:04 • Uppfært 20. des 2022 18:06
Icelandair freistar þess á morgun að vinna upp þær tafir sem orðið hafa á innanlandsflugi síðustu tvo daga vegna veðurs með að bæta við ferðum á morgun.
Þær upplýsingar fengust hjá Icelandair síðdegis að bjartsýni ríkti fyrir morgundaginn út síðustu veðurspám.
Vanalega eru þrjú flug á slíkum degi austur en þau verða fimm á morgun. Þar af fara fjögur í loftið frá Reykjavík fyrir hádegi, hið fyrsta klukkan 7:30 samkvæmt áætlun.
Einnig hefur verið bætt við flugum á fleiri staði. Farnar verða sjö ferðir til Akureyrar og þrjár til Ísafjarðar. Með þessu vonast félagið til að vinna upp þær raskanir sem orðið hafa síðustu tvo daga.