Skip to main content

Fjarðabyggð vill selja ljósleiðarkerfi sitt í Breiðdal

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. feb 2023 13:38Uppfært 08. feb 2023 13:39

Fjarðabyggð hefur óskað tilboða í ljósleiðarkerfi það sem sveitarfélagið á og hefur rekið í Breiðdal um nokkurra ára skeið.

Alls nær kerfið, sem Fjarðabyggð byggði upp á árunum 2019 til 2020, til 40 notenda í Breiðdal og tekur til ljósleiðarastrengja í jörðu, dreifistöðva og tengiskápa auk annars. Áhugasamir kaupendur hafa til vikuloka til að gera sveitarfélaginu tilboð.

Ástæða þess að vilji er til að selja ef viðunandi tilboð fæst er að sögn upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins sú að rekstur slíkra kerfa sé afar sérhæfður og innan stjórnsýslu Fjarðabyggðar sé hvorki þekking né mannafli til að sinna honum með nauðsynlegum hætti.