Skip to main content

Fjögur frá Hetti í yngri landsliðunum í körfuknattleik

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. des 2022 11:22Uppfært 14. des 2022 12:34

Fjórir leikmenn frá Hetti voru í vikunni valdir í ungmennalandsliðs Íslands í körfuknattleik til þátttöku í verkefnum næsta sumar.


Tveir eru í U-15 ára landsliði drengja, þeir Davíð Orri Valgeirsson og Róbert Þorri Viggósson. Brynja Líf Júlíusdóttur er í U-16 ára landsliði stúlkna og Viktor Óli Haraldsson í U-18 drengja.

U-15 ára liðið fer í viku keppnisferð til Finnlands í ágúst, U-16 ára liðið spilar á Norðurlandamóti í Finnlandi auk þess að taka þátt í Evrópukeppni. U-18 ára mótið leikur líka í Evrópukeppni og Norðurlandamóti í Svíþjóð.

Hóparnir koma saman til æfinga í lok desember. Auk æfinganna verða leikmenn mældir í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og fá fræðslufyrirlestra. Alls eru landsliðshóparnir átta talsins með 224 leikmönnum frá 26 félögum.